Dulrænir umbar

Punktar

Við vitum, að dulræna umboðsmenn ógreiddra atkvæða er að finna í þingflokki sjálfstæðismanna. Þeir vita um hugsanir fjarstaddra og geta upplýst, hvernig þeir hefðu greitt atkvæði, hefðu þeir mætt. En umboðsmenn eru fleiri. Ragnar Arnalds hefur gerzt umboðsmaður brottfarinna atkvæða. Segir, að andstæðingar ályktunar á landsfundi vinstri grænna hafi verið farnir, þegar greidd voru atkvæði um ályktunina. Hefur sérstaka náðargáfu að vita um viðhorf þeirra, er ekki hirtu um að greiða atkvæði. Eins og Birgir Ármannsson alþingismaður. Dulræna hæfni þeirra félaga þarf að virkja til að víkka og breikka lýðræðið.