Helmingur kjósenda tók þátt í atkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Þar af voru tveir þriðju samþykkir, að uppkast stjórnlagaráðs yrði “grundvöllur nýrrar stjórnarskrár”. Að baki var langt ferli, þjóðfundur, stjórnlagaráð og ótal álitsgerðir. Þetta var skýrt ferli með eindreginni niðurstöðu. Að minnsta kosti mundu Svisslendingar telja svo, þeir menn, sem eru vanastir slíkri tegund lýðræðis. Frá 20. október hafa ríkiseigendur gengið berserksgang í að tefja og þæfa uppkastið. Kallar það aðeins vera “til viðmiðunar”. Fyrir hönd ríkiseigenda var Árni Páll Árnason fenginn til að lýsa frati á ferlið allt.