Komið er í ljós, sem spáð var fyrir löngu. Ríkisstjórnin þrælar ekki í gegn neinu loforða sinna á endasprettinum, allra sízt því, sem mest var lofað. Fyrir löngu búin að missa kjarkinn og kominn með formann, Árna Pál, vasaútgáfu af Margréti Thatcher. Sjá kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ekki veruleikann: Þessir flokkar koma engu góðu lengur í gegn, því hugur fylgir ekki máli. Senn eru síðustu forvöð að yfirgefa strandstaðinn og taka sér far með einhverju nýju framboðanna. Ekki verða það Framsókn og Flokkurinn, sem efna loforðin, ekki frekar en ríkisstjórnin. Kjósendur, komnir eru fardagar.