Meistari Hemingway

Fjölmiðlun

Meistari Hemingway sagði eitt sinn: “Steffens, sjáðu þetta skeyti, engin fita, engin atviksorð, engin lýsingarorð, ekkert nema blóð og bein og vöðvar. Þetta er nýtt tungumál.” Úrvals höfundur eins og Graham Greene og George Orwell. Eini íslenzki höfundurinn á þessu plani var Halldór Kiljan Laxness. Flestir höfundar nútímans eru alltof mælskir, froðan vellur út úr þeim. Útgefendur bóka skortir ritstjóra til að skera bókafroðuna niður um helming. Tími 800 síðna er liðinn. Nú miðast textaeining við þau 140 slög, sem komast fyrir í einu tísti á Twitter eða á einni skjámynd í vefsíma.