Ofsóttir auðmenn

Punktar

Undarleg fyrirsögn í Fréttablaðinu um 260 manns, sem “borga mest allt sitt í auðlegðarskatt”. Næsti bær væri: “Vonda stjórnin ofsækir gamlingja út yfir gröf og dauða”. Sköttum var breytt árið 2009 á þann hátt, að fátækir borgi minna og auðugir borgi meira. Samt eru skattar á auðuga lægri hér en víðast á Vesturlöndum. Fjármagnstekjuskattur er lægri en vinnutekjuskattur, svo enn eru skattar hærri á venjulegu launafólki en á ofurtekjufólki. Undanfarinn áratug hafa þeir, sem betur mega sín, hagrætt sköttum í sína þágu. Á því varð örlítil breyting árið 2009, en ekki svo mikil, að jafnvægi hafi náðst.