Hratt breytist fyrrum landsfaðir í ýkta mynd Kristjáns Möllers. Steingrímur J. Sigfússon er orðinn kjördæmapotari af dýrustu sort. Draumur Húsvíkinga um stóriðju í túngarðinum á að rætast. Til þess að svo megi verða þarft þú að borga hálfan fjórða milljarð. Það er rétt, skattgreiðendur eiga að punga út þessari upphæð. Stóriðjan verður nefnilega á kostnað almennings eins og þær hinar fyrri. Þetta verða styrkir í höfn og vegi, lagfæringu lóðar og einkum þó í svokallaða “innviði”. Þá verða þarna niðurgreiðslur á þjálfun og fleira fyrir bláfátæka stóriðju, sem skattgreiðendur borga auðvitað með glöðu geði.