Hundrað milljarða símtal

Punktar

Stærsta einstaka tjón okkar í hruninu varð 6. október 2008. Þá töluðu Davíð Oddsson og Geir H. Haarde saman í síma. Umræðuefnið var veðlaust lán Davíðs seðlabankastjóra til Kaupþings upp á 500 milljónir evra eða 100 milljarða króna. Símtalið var tekið upp í Seðlabankanum. Alþingi hefur ítrekað reynt að komast yfir símtalið, en ekki fengið enn. Hlýtur það þó að segja mikla sögu um, hvor bófinn ber meiri ábyrgð á þessu stjarnfræðilega tjóni okkar. Lánið var veitt án veða og án pappíra eða skjala. Engar forsendur voru til fyrir slíkri óreiðu. Seðlabankinn varð gjaldþrota á kostnað skattgreiðenda.