Ilmurinn af útlöndum

Punktar

Staða Íslendinga gagnvart umheiminum og Bruxelles sérstaklega er tvíeggjuð. Minnir mig á stöðu mína fyrir rúmum fimm áratugum gagnvart umheiminum og Þýzkalandi sérstaklega. Eftir stúdentspróf valdi ég milli þess að fara vel troðinn stíg í háskólanum eða finna ilminn af hinum stóru útlöndum. Ég valdi síðari kostinn og hef síðan ekki verið samur. Fattaði, að Ísland er ekki nafli alheimsins. Og að flestu er betur fyrir komið í útlöndum. Síðan hef ég verið Evrópusinni. Vil nota Evrópu til að losna úr þrælakistu innlendra yfirstéttarbófa. Sú þrælakista er skálkaskjól bófanna og heitir þjóðremba.