Mary Luz Suarez Ortiz sjónvarpskokkur fær ekki ríkisborgararétt af dulinni ástæðu. Mál hennar hefur verið í fréttum í tvo sólarhringa án þess að okkur sé sagt frá ástæðunni. Kerfinu er nánast fyrirmunað að gefa upplýsingar. Annað dæmi er símtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde 6. október 2008, þegar hundrað milljarðar hurfu út í buskann. Búið er að fjalla um þetta í mörg ár, en kerfinu er fyrirmunað að gefa upplýsingar. Því er ekki skrítið, þótt þjóðin sé úti að aka í pólitík. Hún fær ekki að vita neitt um það, sem máli skiptir. Kerfið telur það vera hina mestu ósvinnu að uppfræða fólkið.