Stóri bróðir blankur

Punktar

Um daginn var fjallað um aðgang að lyfjum, sem kosta nokkra tugi þúsunda króna á ári og hægja bara á sjúkdómi. Því hökti það í tryggingakerfinu. Samt eru þetta smáaurar í samanburði við ýmsar varnir eða frestanir gegn ýmsum sjúkdómum, bæði lyf og síur. Geta lyfjafræði og læknisfræði við að búa til lyf og síur vex margfalt hraðar en geta samfélagsins við að borga aukinn sjúkrakostnað. Kostnaður við suma sjúkdóma verður svo hár, að fyrr eða síðar setjast kerfismenn niður við að velja og hafna. Ekki getur ríkið endalaust borgað ofsadýrar nýjungar. Sumu verður hafnað, því Stóri bróðir er blankur.