Nægur tími á alþingi

Punktar

Ekkert í lögum bannar fundi alþingis allt fram að kjördegi. Engin lögmál segja, að þingmenn eigi að hafa styttri vinnutíma en aðrar stéttir. Þeir hafa fátt þarfara að gera en að ræða nýja stjórnarskrá næstu fimm vikur. Ákveði þeir að fara í frí löngu fyrir kjördag, eru þeir að misnota aðstöðu sína. Stjórnarskráin hefur verið meira en nógu lengi í vinnslu. Á öllum stigum málsins verið tekið tillit til meintra sérfræðinga. Nú síðast til vitringa frá Evrópu. Á öllu þessu hefur þegar verið tekið. Alþingi er því ekkert að vanbúnaði að fara í fimmtíu stunda málþóf og greiða síðan atkvæði.