Nokkrum sinnum hef ég kvartað yfir hægagangi í störfum Sérstaks saksóknara. Sárafáum málum er lokið á þann hátt, að þau séu komin fyrir dómstóla. Fyrir nokkrum árum lofaði Ólafur Þór Hauksson meiri hraða í afgreiðslu mála. Með örri fjölgun starfsmanna hefur starfið skriðð hægar. Því hægar sem mál hafa skriðið, þeim mun meira hefur aukizt þögn Sérstaks saksóknara. Nú er þar allt orðið leyndó að hefðbundnum hætti yfirstéttar íslenzkra embættiskónga. Ekki er lengur vitað neitt um, hvort einhver sakamál birtist upp úr þessu Pandóruboxi hans á næstu mánuðum. Hundrað manna mammútur Ólafs er að floppa.