Erlendis komast þingmenn og aðrir pólitíkusar ekki upp með botnlaust bull og fleipur. Pressan tekur þá fyrir, greinir sundur bullið og fær fræðimenn til að salla þá niður. Þar kæmust Árni Páll Árnason og Magnús Orri Schram ekki upp með að muldra í síbylju, að málþóf hindri framgang nýrrar stjórnarskrár. Erlendis mundi pressan reka lög um alþingi upp að nefinu á úreltu gaurunum. Mundi spyrja þá, hvernig þeim dettur í hug að fara með slíkt fleipur. Hér fá þeir hins vegar óáreittir að endurtaka bullið. Þurfa ekki að svara sértækum spurningum um ákvæði í lögum, sem mæla fyrir um, hvernig málþóf sé stöðvað.