Píratar hófu undirbúning kosninganna af krafti. Framboð eru komin í ljós og stuðningsfólk flokksins virkt á fésbók og í öðrum nýmiðlum. Þarna er ungt fólk, sem skilur nýmiðla og getur beitt sér framhjá hefðbundnum fjölmiðlum. Get vel hugsað mér að kjósa pírata, einkum þar sem Birgitta Jónsdóttir er í framboði í mínu kjördæmi. Ég á að vísu eftir að sjá, hvernig Lýðræðisvaktin stjórnarskrármanna fer af stað. Og hverjir verða þar í framboði. Hef trú á Þorvaldi Gylfasyni og öðrum þeim félögum. Þau eru enn varla farnir að mælast í skoðanakönnunum. En það lagast vonandi, þegar þau loksins komast í gang.