Árni Páll Árnason feilaði, þegar hann reyndi að beita klækjum til að slátra stjórnarskránni. Á stuttri formannstíð hans hefur fylgi flokksins hrunið. Þingflokkurinn er klofinn vegna mistaka hans. Fylgið mun áfram rýrna, þegar flökkufylgi flokksins frá 2009 fattar, að Árni Páll sveik stjórnarskrána. Og áttar sig á, að hann er umbi Sjálfstæðisflokksins í Samfylkingunni. Að hann er að undirbúa stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Að vísu er stjórnarskráin ekki fremsta hitamál allra. Samt mun hún vera þung á metunum í kosningunum í apríllok, þegar Samfylkingunni verður slátrað.