Að vilja eða gera

Greinar

Viljayfirlýsingar eru ekki mikils virði í alþjóðlegum samskiptum. Samkvæmt Helsinki-samkomulaginu hefur stjórn Sovétríkjanna tekið að sér að gæta mannréttinda heima fyrir. Samt hefur hún aukið mannréttindabrot sín eftir undirskriftina.

Auðvelt er að sjá, að viljayfirlýsing Kremlverja um, að þeir verði ekki fyrstir til að grípa til kjarnorkuvopna, er jafmarklaus og viljayfirlýsing þeirra í Helsinki-samkomulaginu. Hún er bara lélegt áróðursbragð.

Þar á ofan er líklegt, að menn reyni að forðast að efna viljayfirlýsingar, þegar til kastanna kemur, jafnvel þótt þeir hafi í upphafi gefið þær af góðum vilja.Rökstyðja má, að nausðyn brjóti yfirlýsingar, ekki síður en lög.

Það hernaðrarbandalag, sem fer halloka í stríði hefðbudninna vopna, feistast áreiðanlega til að beita kjarorkuvopnum til þess að komast hjá ósigri. Við slíkar aðstæður mundu jafnvel ráðamenn á Vesturlöndum freistast til að gleyma viljayfirlýsingum.

Furðulegt er, að fullorðnir og ábyrgir menn á Vesturlöndum skui hafa mælt með gagnkvæmum viljayfirlýsingum austurs og vestur af þessu tagi. Það er tímaeyðsla að eyða samingafundum í tal um yfirlýsingar, en ekki áþreifanlegar gerðir.

Hins vegar er áþreifanlegt að tala um frystingu núverandi kjarnorkuviðbúnaðar, þarð er að segja stöðvum tilrauna, framleiðslu og uppsetningar kjarnorkuvopna undir eftirliti, sem undanfara síðari niðurskurðar þessara vopna udnir eftirliti.

Þar er verið að tala um áþreifanlegar gerðir, sem eru umfræðuhæfar, þótt þær séu engan vegin auðveldar. Gömul reynsla er á, að erfitt er að ná samkomulagi um virkt eftirlit með efndumá frystingu og niðurskurði.

Raunar gæði Reagan Bandaríkjaforseti, ef hann væri sniðugur, ákveðið einhliða frystingu af hálfu Bandaríkjanna í ákveðinn tíma, meðan Kremlverjar fengju tíma til að hugleiða, hvort þeir ættu að svara í sömu mynt kjarnorkufriðar.

Þetta mundi flýta fyrir samdrætti herafla, ef Kremlverjar hafa á honum áhuga, sem er alveg óvíst. Að vísu yrði frystingin bara upphafið að löngum og flóknum viðræðum, en þær færu þó fram í mun betra andrúmslofti en ella væri.

Reagan gæti tekið frumvkæði í málinu, af því að han hefur nóg af kjarnorkuvopnum til að gæta öryggis vesturs, þótt hann frysti ný vopn í bili. Hinir hreyfanlegu kjarnorkukafbátar Bandaríkjanna eru örugg ógnun gegn leifursókn.

500 kjarnaokkar Bandaríkjanna í kafbátum í hafinu eru næg ástæða til að halda Kremlverjum frá leifursókn gegn Bandaríkjunum. Bátarnir mundu gera svo mikinn usla, að sigur Sovétríkjanna yrði enginn, heldur sameiginlegur ósigur.

Hitt er svo íhugunarefni, hvort hinar nýju SS-20 kjarnorkuflaugar Kremlverja geti ekki eingangrað Vestur-Evrópu, af því að ráðamönnum Bandaríkjanna þyki ekki taka því að fóna heilum borgum heima fyrir til að verja bandamenn handan hafsins.

Alténd er ljóst, að þessar flaugar fela í sér gífurlegan pólitískan þrýsting á ríkisstjórnir Vestur-Evrópu, sem þegar þurfa að sæta öflugum áganfi friðarhreyfinga, er stefna sumpart að einhliða afvopnum frekar en engri.

vonandi sjá Kremlverjar, að lokaslysið mikla verður ekki í þágu þjóðskipulags þeirra frekar en annarra. Vonandi ganga þeir með því hugarfari til viðrænanna, sem nýlega hófust í Genf um gagnvkæman samdrátt hernaðarógnunar austurs og vesturs.

Jónas Kristjánsson

DV