Nígeríubréf Flokksins eru ekki traustari en Nígeríubréf Framsóknar. Þau eru bara sett fram í felulitum. Framsókn vil gefa okkur 240 milljarða fyrir að kjósa sig. Sjálfstæðið vill gefa okkur 60 milljarða á ári í fjögur ár fyrir að kjósa sig, sem gerir samtals 240 milljarða. Allt er þetta á okkar eigin kostnað, hvort sem Íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir eru millistöðin á leið tjónsins. Báðir flokkarnir vita, að enginn hefur nokkru sinni tapað á að lofa sem beztum sjónhverfingum. Kjósendur eru eins og aðrir Íslendingar, sem fá Nígeríubréf. Þeim finnst þessi góðviljuðu bréf vera ákaflega freistandi.