Ef ég set efnahagsmál á oddinn, hallast ég að Pírötum. Þeir hafa bezta sýn á framtíð íslenzks atvinnulífs. Mér er ljóst, að tekjur verða því hærri sem lengra er farið frá frumframleiðslu. Internetið er atvinnugreinin, sem mun gefa hæstar meðaltekjur, enda er það varla byrjað enn. Ef ég set hins vegar lýðræðið á oddinn, hallast ég að Lýðræðisvaktinni. Þar eru flestir þeirra, sem voru í stjórnlagaráði. Þeir sýndu þar, að þeir gátu bæði eflt lýðræði og komizt að sameiginlegri niðurstöðu. Ég er ekki sammála því öllu. En okkur vantar sáttapólitík lýðræðis í stað illa innrætts rifrildis um sérhagsmuni.