Eigin ógæfu smiður

Veitingar

Andartaks veiklun olli því, að ég fór á Buddha í hádegi í gær. Borgaði 1800 krónur, svipað og ég geri á beztu stöðum. Át hvítpóleruð hrísgrjón og núðlur úr hvítahveiti, svínabita djúpsteikta í eggjadeigi og kjúklingabita á floti í sterkri karrísósu. Líklega 1800 kaloríur og í gæðum langt að baki staða, sem ég sæki. Ekki beinlínis vont og ég slafraði þessu í mig, enda ofæta. Þyngdist um 600 grömm. Með sama áframhaldi yrði ég aftur 125 kíló á árinu. Fer því í hóflegt aðhald, það sem eftir er vikunnar. Hér eftir passa ég að borða bara á beztu stöðum. Í dag í Höfninni, á föstudaginn á Friðriki V.