Íslenzka sérstaðan

Greinar

Tímabært er orðið að kanna, hver mundu verða áhrifin á Íslandi af kjarnorkuárás á kafbáta í Norður-Atlantshafi. Við þurfum að vita, hvernig við eigum að bregðast við slíkri árás og hvernig við eigum að búa okkur undir hana.

Þetta er jafn tímabært og útekt Almannavarna var fyrir tæplega áratugum á hættunni af kjarnorkuárás á Keflavíkurflugvöll. Þá var skýrlsunni að vísu stungið undir stól. Og nú er viðkvæmnin meiri en svó, að úttekt sé gerð.

Við þurfum að vita, hvort búast megi við miklum flóðbylgjum af völdum kjarnorkuspreinginga í hafinu og hvort spillt yrit til lanframa dýralífi á stórum eða litlum hafsvæðum. Íbúar eylands í miðju hafi verða að afla sér þekkingar á þessu.

Ef til vill eru kjarnorkuspreningar í hafinu svo staðbundnar, að jafnvel margar saman mundu þær ekki hafa nein umtalsverð áhrif hér. Alténd ætti hættan ekki að vera nema brot af hættunni af kjarnorkuspreingum á landi og yfir því.

Hafið er í vaxandi mæli að verða geylsustaður kjarnorkuvopna. Þar er hægt að hafa þau á stöðugri hreyfingu til að spilla mögulium andstæðinganna á að miða þau út. Þau eru þar öruggari en á föstum skotpöllum á landi.

Kjarnorkuvopn eru í flugvélum yfir hafni, í skipum og í kafbátum neðansjávar. Hættulegastir og öflugastir eru kafbátarnir, sem Bandaríkin hafa nú á svimi í höfunum, eru frærir um að eyða Sovétríkjunum, þótt Bandaríkin sjálf og eitthvað af kafbátum þeirra hafi roðið kjarnorkuárás að bráð. Og vopnabúnaður kafbátaflotans mun aukast hratt.

Ef svo fer sem horfir, að Sovétríkin leggja mesta áherzlu á magn kjarnorkuviðbúnaðarins, en Bandaríkin á gæði, má búsat við, að kjarnorkuvopn í hafinu verði sífellt mikilvægari hindrun í vegi hugsanlegrar ævintýtamennsku í austri.

Einnig kann svo að fara, að óbeit friðarsinna á að hafa kjarnorkuvopn nálægt sér uppi á landi muni hraða flutingi viðbúnaðarins yfir hafið. Við þurfum að vita, hvort það eykur eða minnkar hættu eyþjóðar í norðanverðu Atlantshafinu.

Mikil áherzla er lögð á viðræður austurs og vesturs um gagnvkæma frystingu og síðan samdrátt í meðaldrægum kjarnorkuflaugum í Evrópu. Og sífellt er verið að minna á gamlar hugmydnir um kjranorkuvopnalaus svæði.

Af hálfu nokkurra íslenzkra friðarsinna hefur verið talað um svokallaða “íslenzka sérstöðu”, er krefst kjarnorkuvopnalauss hafs. Sú krafa felur í sér lítið annað en góðan vilja og virðist hafa einn árangursríkan farveg að falla í.

Að lýsa yrif kjarnorkuvopnalausu hafsvæði er ósköp svipað og að lýsa yfir, að viðkomandi ætli ekki að verða fyrri til að beita kjarnorkuvopnum. Hvort tveggja má svíkja á augnabragði, þegar talið verður nauðsynlegt, hernaðarins vegna.

Fræðilega séð ætti að vera hægt að hreinsa landsvæði af kjarnorkuvopnum eins og hægt er að semja um frystingu, samdrátt og eftirlit. En haf verður ekki hreinsað meðp sama hætti, því að þar er allt á hreyfingu.

En við eigum að viðurkenna staðreyndir og hætta að stinga höfðinu í sandinn.Við eigum að leggja aukna vinnu í að meta hættur, sem staðja að okkur, ekki bara af jarðskjálftum og eldgosum, heldur einnig af kjarnofkuvopnum, þar á meðal í hafi.Jónas Kristjánsson

DV