Sannreynslu er lítið beitt í blaðamennsku hér á landi og í minnkandi mæli. Skýrast kemur þetta fram í viðtölum við stjórnmálamenn og hagsmunaaðila. Þeir fá að tjá sig og flytja þvætting, án þess að blaðamenn bendi á augljósa annmarka í málflutningi. Blaðamenn þurfa að kunna heimavinnuna sína, þegar þeir lenda í klóm þjálfaðra lygara. Að öðrum kosti verða þeir að leita til fróðra manna. Sem geta bent þeim á, hvar og hvernig á að spyrja til botns. Í bandarískum blaðamannaskólum er sannreynsla ein fyrsta starfsreglan. Hér virðist hún hins vegar hafa lent ofan garðs og neðan hjá ungum blaðamönnum.