Steingrímur J. Sigfússon hefur ekkert gert í stóriðjusköttum, þrátt fyrir ábendingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þvert á móti undirbýr hann meira af fyrri undirlægjuhætti að hætti Davíðs. Hyggst láta skattborgara punga út milljörðum til að greiða niður stóriðju í kjördæmi sínu á Húsavík. Lofar að borga lóðir, vegi og innviði fyrir frekjuhundana. Nákvæmlega eins og hann sveik loforð um fyrningu kvótans. Samdi í þess stað frumvarp um afhendingu þjóðarauðlindar í tuttugu ár til Samherja og félaga. Við höfum ýmis dæmi um pólitíska bófa, en Steingrímur er sá, sem verst hefur svikið sína huldumey.