Horfinn spuni um Árna Pál

Punktar

Spuninn er horfinn um reddingu Árna Páls á leifum stjórnarskrár. Séð er, að hann fær engar leifar. Stuðningsmenn hans á fésbók eru þagnaðir. Það segir sína sögu. Ég hef talið, að hann hafi fyrst og fremst verið að reyna að geðjast Sjálfstæðisflokknum. Aðrir telja, að hann sé bara svona vitlaus. Frá sjónarhóli stjórnarskrár var útspil hans arfavitlaust. Enda var það ekki í samráði við þingflokkinn og ekki í samráði við samstarfsaðila á þingi. Þetta var einleikur út í loftið. Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki svona díla. Hann hyggst drottna eftir kosningar án þess að leita ráða hjá Árna Páli Árnasyni.