Þingmenn Framsóknar berjast á þingi gegn nýrri stjórnarskrá, einkum ákvæði, sem segir þjóðina eiga þjóðarauðlindir. Varaformaður Framsóknar segir þetta sósíalisma. Endurspeglar þá staðreynd, að Framsókn er og verður varðhundur kvótagreifa. Halldór Ásgrímsson vomir þarna enn að tjaldabaki. Sama dag og varaformaðurinn tjáir óbeit sína á auðlindaákvæðinu dreifir flokkurinn sínum kosningaáróðri. Þar lofar hann þjóðareign auðlinda á næsta kjörtímabili. Þetta getur Framsókn gert, því að margir kjósendur spyrja bara, hvað flokkar segja og lofa. En skoða ekki, hvað þeir gera. Þannig komast bófar til valda.