Lagatækni í hundahaldi

Punktar

Sumir hundaeigendur telja hund sinn svo ljúfan, að um hann gildi ekki reglur um hundahald. Því má hvarvetna sjá lausa hunda á ferð. Í einstaka tilviki er hætta á ferðum, svo sem sýnir dæmi Fréttablaðsins í dag frá Reykjanesbæ. Þar hafði hundur ítrekað verið laus og kvartað yfir honum, hafði bitið mann. Í þessu tilviki þorðu kennarar við leikskólann Gimli ekki að setja börnin út vegna hundsins. Hann beit illa hundafangara, sem kom á staðinn. Hundinum var auðvitað lógað hið snarasta. Dæmi um íslenzka frekju er, að hundeigandinn fékk sér lagatækni í málið. Af því að hann hafði ekki notið andmælaréttar.