Samkvæmt skoðanakönnunum fær svikuli fjórflokkurinn með varadekkinu alla þingmenn kjörna. Þar með lýkur uppgjöri þjóðarinnar við hrunið, sleginn er botn í búsáhaldabyltinguna. Allt verður eins og áður var, bófaflokkar við völd. Gætt verður hagsmuna pilsfaldakapítalista og kvótagreifa á kostnað fólksins. Engar opnanir verða á aðgangi almennings að pólitísku valdi. Og það eru kjósendur sjálfir, sem ákveða þetta, samkvæmt skoðanakönnunum. Að vísu á annar hver eftir að ákveða sig, en hvað eftir annað sýna tölurnar yfirburði fjórflokksins og varadekksins. Þetta er ferleg uppgjöf fólksins.