Ekki eru það Evrópusinnar, er flýja Sjálfstæðisflokkinn yfir í Framsókn, sem er enn andstæðari Evrópu. Og ekki flýja þeir yfir í Samfylkinguna, sem er rúin fylgi. Flóttinn í Framsókn hlýtur að eiga aðrar skýringar. Til dæmis að þetta sé bara vinsamleg aðvörun, flóttamennirnir fara eins skammt og unnt er. Ekki er heldur hægt að skýra fylgishrun Samfylkingarinnar með Evrópu. Stuðningur við Evrópu er þrefalt meiri en sem nemur fylgi Samfylkingarinnar í könnunum. Stórslys var þar að velja Sjálfstæðismann sem formann. Hann fór beint í að rústa stjórnarskránni og öðru því, sem angrar Flokkinn.