Með breyttri fjölmiðlun eflist margvíð hugsun á kostnað tvívíðrar. Prentað mál er fullt af mósaíki með stuttum klausum, sem lesa má í hvaða röð sem er. Veraldarvefurinn er allur meira eða minna í krækjum, sem beina fólki í alls konar áttir. Þar á ofan er hann gagnvirkur, ekki línulaga eins og sjónvarp. Miðaldra karlmenn, sem stjórna fjölmiðlum, hugsa oft línulaga eins og margir karlmenn gera. Margar konur eru hins vegar næmari fyrir fjölmiðlun í mósaíki og hliðarskrefum. Of lítið er um slíka hugsun í fjölmiðlum, þar á meðal í valdastöðum. Fleiri konur þar mundu færa fjölmiðla nær margmiðlun nútímans.