Sumir fjölmiðlar birta úrdrátt úr stefnu stjórnmálaflokka, rétt eins og það skipti einhverju máli. Engum gagnast að fræðast um mismunandi stefnur flokka. Það eru bara orð og orð eru ódýr, ónýt. Miklu nær er að kanna það, sem pólitíkusar gera. Til dæmis má kanna gerðir þeirra þingmanna, sem eru í framboði. Stuðluðu þeir að hagsmunum heimila, þjóðareign auðlinda og auknu gegnsæi kerfisins? Útskýra þarf, hvernig Framsókn berst á Alþingi gegn þjóðareign auðlinda sama dag og flokkurinn þykist í pósti styðja þjóðareign. Þú lærir ekkert af orðum pólitíkusa. Lærir af að fylgjast með gerðum þeirra.