Lágar fylgistölur Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna breytast tæpast að ráði fram að kosningum. Þessir flokkar hafa á ýmsan hátt brugðist fjölmennum hópum fylgismanna. Framsókn hins vegar á skilið minna fylgi, enda eru loforð hennar vanstilltari en nokkru sinni fyrr. Framsókn er og verður þröngur sérhagsmunaflokkur, er lifir á að ljúga að fólki, sem fattar fátt. Um fylgi hennar má endurtaka orð Vigdísar Hauksdóttur: “Það hálfa væri nóg”. Sé farið út fyrir fjórflokkinn og varadekk hans, er of snemmt að spá í nýflokka. Tveir eða þrír þeirra gætu komið fólki á þing. Sem er brýnt mál.