Allur fjórflokkurinn og varadekk hans ættu að fara illa út úr kosningunum. Vinsælustu hlutar hans gæta þröngra sérhagsmuna á ógeðslegri hátt en nokkru sinni fyrr. Stjórnarhlutinn sveik á lokasprettinum allt, sem gæti fyrirgefið honum fjögurra ára völd. Eins og Styrmir ritstjóri hef ég í hálfa öld fylgst með pólitíska mynztrinu, sem hann átti mikinn þátt í að búa til. Hann segir: “Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.”