Vænn hluti þjóðarinnar, kannski þriðjungur, er ekki borgarar, sem skipta sér af pólitík. Eru þegnar, sem hlýða yfirvaldinu, eru trúir fjórflokknum. Þeir biðja ekkert um stjórnarskrár eða afslætti af húsnæðislánum, hvað þá aukið gegnsæi og upplýsingafrelsi. En þeir móðguðust margir við hrunið og refsuðu Sjálfstæðisflokknum. Nú lízt þeim illa á rifrildið, vilja hafa frið. Sumir hafna enn fjórflokknum, nema þeir styðji Framsókn. Sumir fara yfir á Bjarta framtíð, því að hún snýst um aukna kurteisi í rifrildinu, ekki um andstöðu við fjórflokkinn. Þessi þriðjungur verður ekki vakinn til pólitísks lífs.