Kosningabandalag

Punktar

Sumir hafa efasemdir um, að pennastrik virki vel í stórpólitískum málum. Nú síðast er deilt um aðferðir við að láta hluta af íbúðaskuldum hverfa bara si svona. Var helzta ástæða þess, að sumt stjórnlagaráðsfólk og gegnsæisfólk taldi sig ekki geta verið í Dögun. Stofnaði annars vegar Lýðræðisvaktina og hins vegar Pírata. Lýðræðisvaktin og Píratar gætu hugsanlega sameinast. En ég held, að kosningabandalag við Dögun liggi ekki í augum uppi. Andstaða við skítamix kosningabandalaga rís ekki á of fyrirferðarmiklum persónum, heldur á ágreiningi um lykilmál. Betra er, að sérhvert sjónarmið sitji að sínu.