Þrælaþjóðin

Punktar

“Það er álitið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfirgáng af meiri kurteisi en Íslendíngar. Um aldaraðir alt fram á þennan dag lifðu þeir í skilníngsríkri sáttfýsi við kúgun, án þess að gera nokkru sinni tilraun til uppreistar. Eingri þjóð var byltíngarhugtakið jafn hulið. Ævinlega voru Íslendíngar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól.” Orð Halldórs Laxness hæfa vel, þegar íslenzkir kjósendur láta sig stjórnarskrá engu varða, hunza pólitískt gegnsæi og kalla gerspillta hrunverja til valda.