Kosningabandalag nýflokka er síðbúin hugmynd, þegar kosning utankjörstaðar er þegar hafin. Hún getur strandað á sérvizku kjörstjórna hér og þar, sem taka hóflegt mark á leiðbeiningum ráðuneytis. Vissara er fyrir nýflokkana að halda sínu striki, hver undir sínu merki. Vinna á þeim grundvelli, sem þegar er mótaður. Ekkert hindrar nýflokkana í að gæta hófs í innbyrðis átökum í kosningabaráttu. Sameiginlegur óvinur er fjórflokkurinn, sem heldur þjóðinni í gíslingu. Almenn kurteisi í garð hver annars í aðdraganda kosninganna er heppilegra leiðarljós nýflokka. Gefur þeim annað yfirbragð en fjórflokksins.