Þeir nýju fá rödd

Punktar

Af þjóðarpúlsinum sé ég, að tvö af nýju framboðunum eru að byrja að hreyfast upp. Því miður er púlsinn tekinn samfellt yfir heilan mánuð, svo að hluti af upplýsingunum er of gamall. Nær illa páskasveiflunni, vanmetur hana. Píratar og Lýðræðisvaktin fá örugglega þingmenn og enn er von bæði í Hægri grænum og Dögun. Önnur ný framboð eru vonlítil enn sem komið er. Stjórnarflokkarnir eru sem fyrr í botni og Framsókn rakar fylgi frá Flokknum. Flest bendir til helmingaskiptastjórnar öldnu bófaflokkanna undir forustu silfurskeiðunganna. Nýju flokkarnir fá bara rödd á Alþingi, en engin völd. Svona er þjóðin bara.