Skúbb aldarinnar er birting lista heimsins mestu skattsvikara og stórþjófa, svo og upphæðirnar, sem þeir hafa stungið undan. Þetta eru meiri fréttir en tölvupóstar bandarískrar utanríkisþjónustu. Að baki lekans er Alþjóðasamband rannsóknablaðamanna, ICIJ. Birting verður næstu daga í Guardian, Washington Post, BBC og Le Monde. Á listunum eru flestir greifanna, sem bera ábyrgð á sjóðþurrð heimsviðskipta og tilheyrandi kreppum. Við bíðum frétta af nöfnum Íslendinga í hinum fríða hópi. Í framhaldinu neyðast vestrænar ríkisstjórnir til alþjóðlegrar herferðar gegn skattaskjólum, skattsvikum og stórþjófum.