Misjöfn gæfa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar þessa dagana stafar af óhófi í sjálfstrausti Flokksins fram eftir vetri. Hann var viss um stjórnarforustu sína eftir kosningar og hirti ekki nóg um að blekkja kjósendur. Sagði ekki bara hreint út, að hann væri andvígur þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá. Það sagði Framsókn raunar líka á þingi, en lofaði samt þjóðareign auðlinda í kosningastefnuskrá. Það borgar sig að vera loðinn og opinn í alla enda. En Sjálfstæðisflokkurinn heimtar líka lægri skatta á þá, sem hafa breiðust bök, hátekjufólkið og stórfyrirtækin. Fyrir slíku er ekki hljómgrunnur kjósenda.