Ræðugreifi 1146 mínútna

Punktar

Sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í innblásnum skattframtölum er ræðugreifi. Á nýafstöðnu þingi flutti Ásbjörn Óttarsson hundraðogellefu ræður og gerði þrjúhundruð athugasemdir. Í þetta notaði hann 1146 mínútur, nítján stundir. Ekki er vitað, hversu mörg orðin voru, en hitt er ljóst, að ekkert þeirra er minnisstætt. Það heitir á íslenzku að vera froðusnakkur. Málþóf Flokksins og Framsóknar á alþingi fólst í að tala endalaust um, að tala þurfi um mál. En alls ekki í að tala um hin sömu mál. Rynni froðan eins linnulaust úr öðrum þingmönnum í Flokknum og Framsókn, dygðu ekki 24 tímar á hverjum sólarhring.