Um þriðjungur kjósenda hefur lært eitthvað af hruninu og leitar í von til nýrra stjórnmálaflokka. Flóttafólkið úr Sjálfstæðisflokknum hefur ekkert lært. Enda fær það sér einnar nætur stað í Framsókn, sem er enn spilltari en þess eigin flokkur. Slíkt fólk sér ekki, að rætur vandræða þjóðarinnar er að finna í langvinnum helmingaskiptum Framsóknar og Flokksins. Sér ekki, að þessi vandræði mögnuðust í gerræði Davíðs Oddssonar. Áttar sig ekki á, að hér vantar helztu forsendur lýðræðis, gegnsæi og ábyrgð. Svipuð meinloka réð eins furðulegri helferð vinstri stjórnarinnar út af borði pólitískra áhrifa.