Fróðlegt graf í Fréttablaðinu sýnir færslu fylgis milli flokka. Sýnir vel, að mikill hluti fylgisaukningar Framsóknar kemur frá Sjálfstæðisflokknum og fer ekkert annað, nema þá til baka. Sýnir líka, að Björt framtíð dregur frá Samfylkingu og Píratar frá Vinstri grænum. Aðrar hreyfingar eru óverulegar. Að baki er sú staðreynd, að fylgi við nýja stjórnarskrá og aukið gegnsæi er einkum hjá fyrri kjósendum Samfylkingar og Vinstri grænna. Hægra fólk hefur takmarkaðan áhuga á slíku. Önnur könnun leiddi um helgina í ljós, að flestir kjósendur hafa áhuga á íbúðaskuldum fólks, heilbrigðismálum og atvinnumálum.