Tveir lagatæknar endurtaka leikinn úr Baugsmálinu. Þá töfðu verjendur málið eins lengi og framast var unnt. Heimtuðu síðan mildari dóm út af töfunum. Dómari sá að þessu sinni við gamalkunnu bragði Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall. Þeir sögðu sig frá AlThani-máli Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar Kaupþingsstjóra. Dómarinn neitaði að taka afsögnina gilda og heldur málinu áfram án frekari tafa. Gestur hefur mikla reynslu af töfum úr Baugsmálinu og mun vafalaust reyna ný brögð til að tefja fyrir framgangi réttvísinnar. Síðan verða tafir verjenda notaðar til að heimta mildari dóm.