Kræfir lagatæknar bankstera Kaupþings ætla að hleypa upp réttarhöldum í máli Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar. Skrópa í aðalmeðferðina, nota síðan verjendaskort bankstera til að fá málinu spillt. Áður voru þeir búnir að afreka að bera málaferlin saman við Ciesielski-málið. Annars vegar eru stórhveli með hirð okkar kræfustu lagatækna og hins vegar voru bláfátæk ungmenni með dómkvaddan verjanda. Það er aldeilis aðstöðumunur. Ljóst er, að málið fer illa hjá banksterunum, nema þeim Gesti Jónssyni og Ragnari H. Hall takist að finna enn frumlegri króka en notuð voru við vörnina í Baugsmálinu.