Tilgangslaust er að ergja sig út af ákvörðun þjóðarinnar um að halla sér að landsins liprasta sölumanni snákaolíu, Framsókn. Meirihluti þjóðarinnar sér ekki út fyrir box fjórflokksins. Þarf að refsa annars vegar Samfylkingunni og Vinstri grænum og hins vegar Sjálfstæðisflokknum. Við megum ekki gleyma, að aldagamall skortur á gegnsæi hefur gert meirihluta fólks ókleift að átta sig á lýðræði. Jákvætt er, að þriðjungur þjóðarinnar hefur augun opin. Þess er að vænta, að drjúgur hluti hans greiði einhverjum nýflokki atkvæði sitt. Þannig verða kosningarnar 27. apríl nokkurs virði, til langs tíma litið.