Blóðþyrstar yfirlýsingar

Punktar

Æsingurinn í Norður-Kóreu gagnast Bandaríkjunum til skamms tíma. Treystir hernaðarbandalag þeirra við Suður-Kóreu og Japan. Gerir þeim kleift að auka hernaðarmátt sinn í Austur-Asíu á kostnað Kína, hins trega stuðningsaðila Norður-Kóreu. Enda geta þau skotið niður eldflaugar frá Norður-Kóreu í tæka tíð. Fækkun í herliði Bandaríkjanna í Afganistan gerir þeim kleift að beina meiri herbúnaði að Norður-Kóreu. Munu samt ekki sæta gagnrýni vegna þessa, yfirlýsingar Norður-Kóreu eru svo furðulega æstar og beinlínis blóðþyrstar. Verða varla túlkaðar á annan veg en þann, að þar sé geðsjúklingur á ferli.