Leynisamningur Össurar Skarphéðinssonar við Kína er hættulegur, annars væri hann ekki leynisamningur. Arfur frá þeim tíma, þegar hrokagikkir á kontórum töldu sig geta skuldbundið heilar þjóðir í laumi. Var hægt í gamla daga, en er ekki lengur unnt. Nú vill fólk, að lýðræði sé gegnsætt. Hafnar því, að Össur geti skuldbundið þjóðina um atriði, sem eru svo skuggaleg, að enginn má fá að vita um þau. Leynisamningur Össurar er að sjálfsögðu ólöglegur og verður ógiltur, þegar hann hrekst úr ráðuneytinu. Einnig er samningurinn viðbótarástæða fyrir því að kjósa ekki Samfylkinguna í lok mánaðarins.