Sigurður Már Jónsson skrapp hingað frá öðru sólkerfi og gaf sér tíma til að skrifa grein á mbl.is. Fjallar hún um mengunarvandann í Þingvallavatni og Mývatni og tengir hann helzt við ferðaþjónustu. Hefði hann skroppið hingað oftar frá sólkerfi sínu, hefði hann kannski vitað, að Nesjavallavirkjun er við Þingvallavatn og að til skamms tíma var Kísiliðjan við Mývatn. Ítrekað hefur komið fram, að þessar tvær stofnanir séu líklegustu mengunarvaldarnir. Kísiliðjan skaðaði vatnsbotninn í Mývatni og Nesjavallavirkjun dælir sífellt heitu affallsvatni með margvíslegum skaðsemdarefnum í Þingvallavatn.