Ávísun á vonbrigði

Punktar

Ágætir kosningaþættir sjónvarps hafa einn galla. Stuðla að þeirri ímynd, að þjóðmál snúist um kosningaloforð. Hversu oft hafa slík loforð verið efnd? Að svo miklu leyti sem flokkar hafa fortíð er miklu skynsamlegra að horfa á verkin. Flokkar geta lofað öllu fögru, þótt engir fari með himinskautum á borð við Framsókn. Nær er að kynnast Framsókn með því að skoða verk hennar. Skoða ábyrgð hennar á fjármálakerfi hrunsins og ofkeyrðum húsnæðislánum. Muna eftir ferð Sigmundar Davíðs til Noregs til að ná í glás af milljörðum, sem reyndust ekki vera til. Atkvæði greitt Framsókn er ávísun á vonbrigði.