Karríeristar, sem í vetur létu sjá sig á fundum Sjálfstæðisflokksins, sjást þar ekki lengur. Eru farnir að læðast inn á fundi Framsóknar, spjalla þar um snilli formannsins með silfurskeiðina. Að venju flögra karríeristar, þar sem ætis er von. Sama er að segja um kvótagreifa. Nú sjatnar fjárstreymi bófanna í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins. Í staðinn fer fjármagn bófa í stríðari straumum í sjóði Framsóknar. Þessir fuglar vita allt um æti, hvar það er að finna. Umboðsmaður, sem ekki stendur sig, fær aðvörun ríkiseigendanna. Hinn, sem spjarar sig, fær pláss við allsnægtaborðið fyrir og eftir kosningarnar.