Fésbók og framboð

Punktar

Vandræði pírata með suma frambjóðendur geta valdið flokknum þingmannafækkun. Segja okkur, að almennt þurfi að vanda betur til vals. Einkum skoða fortíðina vel, þótt þeir séu aftarlega á listum. Annars lenda flokkarnir í hremmingum rétt fyrir kosningar, þegar upplýsingum er lekið. Vandinn mun aukast allra næstu árin, ekki bara í pólitík, heldur líka í atvinnu. Sumt ungt fólk er gálaust og lætur sér líka að á fésbókinni birtist myndir af því í fyllerís-samkomum. Eða birtur vafasamur texti, sleginn í ölvímu á lyklaborð. Fyrirtæki kíkja í fésbókina, þegar nýtt fólk er ráðið í vinnu. Ungæðishátturinn hefnir sín.